Starfsmenn

Framkvæmdastjóri

Ögmundur Rúnar Stephensen

Sími: 575 6050

Netfang: ogmundur@hollt.is

Framleiðslustjóri

Sími: 575 6050

Netfang: 

Gæðastjóri

Muhammad Umar

Sími: 788 8644

Netfang: umar@hollt.is

Jafnlaunastefna Sláturfélags Suðurlands og dótturfélaga

Stefna Sláturfélags Suðurlands og dótturfélaga þess er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. 

Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks félaganna.

Yfirstjórn og framkvæmdastjórar bera ábyrgð á að jafnlaunakerfi Sláturfélags Suðulands og dótturfélaga standist lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Starfsmannastjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfið og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

Sláturfélag Suðurlands og dótturfélög skuldbinda sig til að:

-      Innleiða vottað jafnlaunakerfi, skjalfesta og halda við.

-      Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.

-      Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.

-      Kynna starfsmönnum niðurstöður launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.

-      Bregðast við óútskýrðum launamun með árlegum umbótum og eftirliti og gerð tímasettrar úrbótaáætlunar.

-      Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.

-      Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.

-      Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu félaganna.

Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Sláturfélags Suðurlands og dótturfélaga þess.

Stefna þessi var síðast yfirfarin og samþykkt af stjórnendum félaganna þann 17.8.2022

Hollt & Gott ehf. var stofnað árið 1995. Fyrirtækið hefur frá upphafi sérhæft sig í fullvinnslu á fersku grænmeti, ferskum salatblöndum, niðurskornum ávöxtum, brauðsalötum og sósum. Framleiðsluvörur fyrirtækisins eru jafnt fyrir neytendamarkað og stóreldhús ásamt vörum og hráefni fyrir salatbari í verslunum og fyrirtækjum.

FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI


© 2014 Hollt og Gott ehf - Kt: 520795-2439 - Fosshálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími: 575-6050 - Fax:  575-6055 - Netfang: hg@hollt.is