Vissir þú að...
Spínat er ein næringarríkasta fæða sem til er. Sé litið til hlutfalls af næringarefnum í hverri kaloríu er spínat meðal efstu á lista.
Spínat inniheldurhátt hlutfall af vítamínum, fólínsýru, steinefnum og járni. Þessi efni eru mikilvæg fyrir sjónina, húðina (collagen), hárið, beinin, æðarnar, tennurnar, frumskipti líkamans, taugaboðin, ónæmiskerfið og þroska heilans, svo eitthvað sé nefnt.
Spínat inniheldur einnig mikið magn af Pólýfenólum og andoxunarefnum sem hafa jákvæð heilsufarsleg áhrif á líkamann.
Það er því ekki að ástæðulausu sem spínat er kallað ofurfæða og lendir gjarnan á topp 10 lista yfir slíka fæðu.
Spínat má borða bæði hrátt og eldað. Ef spínat eldað í stuttan tíma (1 mínúta) inniheldur það nánast sama hlutfall næringar og hrátt spínat. Sé það eldað lengur en það tapast mikilvæg næringarefni. Hrátt spínat inniheldur hinsvegar margfalt hærra hlutfall af C vítamíni en eldað en á móti inniheldur eldað spínat 24% hærra hlutfall af járni.
Næringarsérfræðingar um allan heim telja að spínat sé mikilvægur hluti af heilsusamlegu og fjölbreyttu matarræði, bæði fyrir grænmetis- og kjötætur, hvort heldur sem hrátt, soðið eða bakað.
Hér má finna frekari upplýsingar um áhrif spínats á líkamann.