Hollt & Gott
Hollt & Gott ehf. var stofnað árið 1995. Fyrirtækið hefur frá upphafi sérhæft sig í fullvinnslu á fersku grænmeti, ferskum salatblöndum, niðurskornum ávöxtum, brauðsalötum og sósum. Framleiðsluvörur fyrirtækisins eru jafnt fyrir neytendamarkað og stóreldhús ásamt vörum og hráefni fyrir salatbari í verslunum og fyrirtækjum.